Verður stormurinn sögulegur?

Verður þetta sögulegur stormur?
Verður þetta sögulegur stormur? Af Facebook-síðu Veðurstofunnar

„Verður stormurinn sögulegur? Við vitum það ekki, en ekki er ástæða til annars en að sýna aðgætni.“ Þetta kemur fram í nýjustu færslu Veðurstofunnar á Facebook.

Mjög kröpp og djúp lægð fer norður yfir landið í nótt og mun þá hvessa mjög af suðaustri og suðri á Austfjörðum og Austurlandi. Búast má við roki eða ofsaveðri og talsverðri rigningu á Austfjörðum og Austurlandi undir morgun, jafnvel fárviðri úti við sjávarsíðuna.

Í frétt Washington Post í dag var því haldið fram að óveðrið sem væntanlegt er til Íslands yrði jafnvel sögulegt. Það á þó enn eftir að koma í ljós.

Veðurvefur mbl.is.

Spurt og svarað um óveðrið:

Hvenær verður veðrið verst?

-Hvað vind­styrk varðar er gert ráð fyr­ir að óveðrið nái há­marki sínu snemma í fyrra­málið. Hins veg­ar verður úr­kom­an aðallega í kvöld og í nótt og úr­komu­laust í fyrra­málið.

Hvenær verður veðrið gengið niður?

-Draga mun úr veðrinu upp úr há­degi á morg­un og annað kvöld verður komið ágæt­is veður á land­inu. 

Hvar verður það verst?

-Verst verður veðrið aust­ast á land­inu, á Aust­fjörðum og á miðunum þar fyr­ir utan eins og spá­in er núna. Hins veg­ar þarf ekki mikið til að þetta geti eitt­hvað breyst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert