Hafnarstjóri Hafnarfjarðar hættir

Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri.
Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri.

Már Sveinbjörnsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, hefur tilkynnt hafnarstjórn um starfslok sín og er hafin vinna við ráðningu nýs hafnarstjóra. Þetta kemur fram í fundargerð hafnarstjórnar.

Kemur þar fram að Már hafi lagt fram bréf í lok janúar þar sem hann tilkynnti um starfslokin. Hafnarstjórnin samþykkti að skipa þriggja manna nefnd úr hafnarstjórn sem myndi vinna með mannauðsstjóra bæjarins að því að auglýsa eftir og ráða nýjan hafnarstjóra. Nefndina skipa Unnur Lára Bryde, Pétur Óskarsson og Gylfi Ingvarsson.

Í fyrra voru málefni hafnarstjórnar nokkuð í umræðunni eftir að starfsmanni hafnarinnar var veitt áminning. Fór minnihlutinn í Hafnarfirði í kjölfarið fram á að rannsókn yrði gerð á störfum stjórnarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert