365 sýknað af kröfu fyrrverandi ritstjóra

365.
365. Ljósmynd/365

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað 365 miðla hf. af kröfu Freys Einarssonar, fyrrverandi ritstjóra fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, en hann fór fram á að fyrirtækið greiddi honum 14,2 milljónir króna vegna 78 ónýttra orlofsdaga á árunum 2010-2013.

Í dómnum kemur m.a. fram að á þessum tíma hafði Freyr undir sinni stjórn það sem áður voru fjórar rekstrareiningar: fréttastjóri Stöðvar 2, ritstjóri Íslands í dag, rekstrar- og framleiðslustjóri og ritstjóri Vísis.

Frey var sagt upp störfum í júlí 2014 og sagðist hann þá hafa átt óuppgerða 78 orlofsdaga, sem hann hefði ekki getað nýtt sér vegna annríkis. Freyr fékk greidd biðlaun í sex mánuði og greitt fyrir ótekna orlofsdaga á tímabilinu 2014 og 2015, en því var hafnað af hálfu fyrirtækisins að útilokað hefði verið fyrir hann að taka orlof vegna verkefna sinna á árunum á undan.

Af hálfu 365 var því m.a. haldið fram að Frey hefði verið fullljóst að orlofskröfur gætu ekki safnast upp og hann hefði aldrei svo mikið sem minnst á að hann gæti ekki tekið orlof. Þá hefði hann í einhverjum tilvikum tekið orlofsdaga án þess að skrá þá.

Dómari féllst á rök fjölmiðlafyrirtækisins og segir m.a. í úrskurði sínum að stefnanda hefði staðið það næst að skipuleggja þá starfsemi sem hann stýrði með þeim hætti að hann kæmist í frí.

Dómurinn í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert