Landsmót á Króknum 2018

Frá Landsmóti UMFÍ árið 2010
Frá Landsmóti UMFÍ árið 2010 Eggert Jóhannesson

Áætlað er að Landsmót Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) verði haldið á Sauðárkróki sumarið 2018. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá UMFÍ þar sem segir að til standi að undirrita samning þessa efnis við forsvarsmenn sveitarfélagsins og Ungmennasambands Skagafjarðar.

„Landsmót UMFÍ er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi. Fyrsta mótið var haldið á Akureyri árið 1909 og hafa landsmótin verið haldin með nokkurra ára millibili og með mismunandi áherslum frá árinu 1940. Síðasta landsmóti UMFÍ var haldið á Selfossi sumarið 2013,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að á Landsmótinu á Sauðárkróki árið 2018 verður lögð áhersla á lýðheilsu og samveru fjölskyldunnar.

Í tilkynningunni er vitnað í Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, sem segir mikilvægt að byrja hefja snemma undirbúning Landsmótsins enda að mörgu að hyggja fyrir svo stórt og fjölmennt mót. 

„Við vinnum að því að Landsmótið 2018 verði frábær upplifun. UMFÍ leggur áherslu á þátttöku allra sem vilja vera með, fjölbreyttar íþróttagreinar, heilbrigða samveru og skemmtun þeirra sem keppa og fylgjast með.  Á Landsmóti UMFÍ geta kynslóðir komið saman með leik og lýðheilsu að leiðarljósi,“ segir Auður Inga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert