Landsliðsmenn safna í baráttulið

„Það er ómetanlegt að hafa þá með okkur í liði, algjörlega ómetanlegt,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir hjá UNICEF en liðsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leggja nú UNICEF lið og berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu.

Þetta er í þriðja skiptið sem karlalandsliðið tekur þátt í herferð með UNICEF en Gylfi og Kolbeinn hafa til að mynda tekið þátt í öll skiptin að sögn Sigríðar.

„Þrátt fyrir að þeir væru að fara á stórmót, þá tóku þeir samt dýrmætan tíma til að leggja málstað UNICEF lið og berjast fyrir réttindum barna," segir Sigríður en um er að ræða sérstakt átaksverkefni sem UNICEF stendur fyrir í tengslum við EM, baráttuliðið, en strákarnir hvetja fólk til að vera með í baráttuliðinu, það er liði heimsforeldra. 

Nú eru 27.000 manns með í baráttuliðinu á Íslandi, en það er hæsta hlutfall heimsforeldra á heimsvísu sé miðað við höfðatölu. Stuðningur landsliðsins hefur að sögn Sigríðar tvímælalaust skilað árangri, alltaf fjölgar í baráttuliðinu sem vonandi heldur áfram að stækka.

Strákarnir eru með mikilvæg skilaboð:

Jói Berg hvetur fólk til að nýta hálfleikinn skynsamlega:

Ekkert mál fyrir Hannes:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert