Sandurinn skiptir litum

Repjan setur nýjan lit á lítinn blett á Mýrdalssandi þann …
Repjan setur nýjan lit á lítinn blett á Mýrdalssandi þann stutta tíma sem hún er með mestum blóma. Hjörleifshöfði sést í baksýn. Ljósmynd/Örn Karlsson

Mýrdalssandur skiptir litum með gróðrinum. Nú hefur skærgulur litur bæst við þann bláa, græna og svarta.

Hann stafar af blómum repju sem sáð var inni í lúpínubreiðunum meðfram þjóðveginum. Hugmyndir eru uppi um að hefja stórfellda ræktun á repju til framleiðslu á lífdísil í Vík.

„Hugmyndin er að hefja framleiðslu á lífdísil en of snemmt að segja hvenær af því getur orðið,“ segir Gísli D. Reynisson í Vík í Mýrdal. Hann sáði repju í um fjóra hektara á Mýrdalssandi í vor. Hluti af akrinum kemur vel út og er í mestum blóma einmitt þessa dagana. Nýtur hann aðstoðar reyndra ræktunarmanna úr Meðallandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert