Hlýtt syðra en kalt fyrir norðan og austan

Júlímánuður hefur verið hagstæður um landið sunnan- og vestanvert.
Júlímánuður hefur verið hagstæður um landið sunnan- og vestanvert. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Júlímánuður hefur verið býsna hagstæður um landið sunnan- og vestanvert. Á Norðaustur- og Austurlandi hefur verið mun svalara og þungbúnara veður, þótt ekki hafi beinlínis verið illviðrasamt þar um slóðir.

Svo segir Trausti Jónsson veðurfræðingur, spurður um veðrið í júlímánuði, sem senn kveður.

Sjá nánar á veðurvef mbl.is

Þrátt fyrir góðan hita sunnanlands og vestan hafa mjög hlýir dagar verið fáir og hitabylgjur nær engar, segir Trausti.

Margir hafa eflaust haldið að einhver veðurmet hafi fallið í júlí en svo er ekki. Hann er nú í 5. hlýjasta sæti á þessari öld í Reykjavík en í því 6. hlýjasta síðustu 68 árin.

Á Akureyri er mánuðurinn það sem af er í 38. til 43. sæti á 81 árs listanum þar.

Nánar er fjallað um júlíveðrið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert