Hundsgelt og bjölluónæði

Þess ber að geta að hundurinn á myndinni er alsaklaus …
Þess ber að geta að hundurinn á myndinni er alsaklaus af gelti næturinnar. mbl.isÁrni Sæberg

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna stöðugs hundsgelts frá húsi í póstnúmeri 220 í morgun. þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að heimilishundurinn hafði lokast úti á svölum og eigandi hans ekki orðið þess var.

Var eigandanum veitt tiltal og var hann miður sín vegna þessa.

Klukkan 6.24 var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna kvenmanns sem hafði farið húsavillt í póstnúmeri 109 og valdið bjölluónæði. Við athugun kom í ljós að hún var búsett í póstnúmeri 203 og var henni ekið heim til sín.

Á svipuðum tíma var tilkynnt um tvo karlmenn í annarlegu ástandi en þeir voru grunaðir um að hafa tekið reiðhjól ófrjálsri hendi. Lögregla hafði afskipti af þeim og tók niður persónuupplýsingar og þá var hjólið tekið af þeim þar sem þeir gátu ekki gert grein fyrir eignarhaldi þess.

Lögregla kom einnig að málum þegar kona fékk skurð á höfuðið eftir fall fyrir utan skemmtistað í miðborginni snemma í morgun. Hún var flutt á slysadeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert