Fluttir á Landspítalann vegna áverka

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um innbyrði átök mannanna að …
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um innbyrði átök mannanna að ræða. Aðrir komu ekki við sögu í þessum átökum. mbl.is/Þórður

Mennirnir tveir sem lögregla hafði afskipti af í gær þar sem þeir börðust með hnífum í Seljahverfi í Breiðholti voru báðir fluttir til eftirlits á Landspítalann vegna áverka sinna. Annar mannanna var fluttur á bráðamóttöku en hinn á almenna deild spítalans.

Mennirnir, sem eru erlendir ríkisborgarar, voru undir áhrifum áfengis þegar bardaginn átti sér stað. Annar þeirra er nú útskrifaður af spítalanum en hinn liggur enn inni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um innbyrðis átök mannanna að ræða. Aðrir komu ekki við sögu í þessum átökum. Þegar mennirnir hafa náð heilsu mun rannsóknardeild lögreglunnar ræða við þá, fá botn í málið og gefa út ákærur þar sem um alvarlegar líkamsárásir er að ræða. 

Frétt mbl.is - Börðust með hnífum í Seljahverfi 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert