Taldi sig vera í þorpi úti á landi

Lögreglan leiddi manninn til síns heima.
Lögreglan leiddi manninn til síns heima. mbl.is/Sigurður Bogi

Um klukkan hálfsex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um ölvaðan mann, sem kominn var inn á stigagang í fjölbýlishúsi í austurbæ Reykjavíkur og tók þar í hurðarhúna.

Í frásögn lögreglu segir að lögreglumenn hafi gefið sig á tal við viðkomandi. Taldi hann sig þá staddan í þorpi úti á landi. Náði hann þó fljótlega áttum og var ekið til síns heima, í Reykjavík. 

Skömmu áður var tilkynnt um líkamsárás á Laugavegi og ræddi lögregla við málsaðila á vettvangi.

Þá var karlmaður handtekinn vegna heimilisofbeldis í húsi í austurbænum.  Málið er í rannsókn, að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert