Leita á Bláfjallasvæðinu

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Eggert

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, hélt nú rétt í þessu aftur til leitar að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum sem varpað geta ljósi á hvarf hennar. Stefnt er að því að leita á Bláfjallasvæðinu og nágrenni þess.

Fyrr í dag leitaði þyrlan víða á Reykjanesskaga. Hún fór í loftið klukkan ellefu og lenti aftur laust fyrir hálftvö, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni en þyrluáhafnir Gæslunnar hafa tekið þátt í leitinni allt frá því formleg leit hófst fyrir tæpri viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert