Þóra stýrir nýjum fréttaskýringarþætti

Þóra Arnórsdóttir stýrir nýja þættinum.
Þóra Arnórsdóttir stýrir nýja þættinum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þóra Arnórsdóttir verður ritstjóri nýs fréttaskýringarþáttar, sem ekki hefur enn fengið nafn, og hefst á RÚV í haust. Er um vikulegan þátt að ræða sem verður á þriðjudagskvöldum og í þeim verða innlendar og erlenda fréttaskýringar, rannsóknarblaðamennska og nærmyndir. Auk Þóru verða Helgi Seljan, Sigríður Halldórsdóttir og Ingólfur Bjarni Sigfússon umsjónarmenn þáttarins. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Samhliða nýja þættinum verða gerðar breytingar á Kastljósi, en hann verður í umsjón Helgu Arnardóttur og Baldvins Þórs Bergssonar. Verður Kastljós viðtalsþáttur í beinni útsendingu þar sem boðið verður upp á fréttatengda umræðu og verður menningarumfjöllun áfram í þættinum. Hefst nýtt Kastljós 14. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert