Haglél um hásumar á Húsavík

Golfflatirnar urðu hvítar á örskammri stundu.
Golfflatirnar urðu hvítar á örskammri stundu. Ljósmynd/Hjálmar Bogi Hafliðason

Heljarinnar haglél dundi á Húsavík um fjögurleytið í dag undir háværum þrumum og eldingum. Á golfvellinum Katlavelli urðu flatirnar skjannahvítar á örskammri stundu. 

Hestarnir þurftu að láta veðrið yfir sig ganga.
Hestarnir þurftu að láta veðrið yfir sig ganga. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hjálmar Bogi Hafliðason var á golfvellinum að undirbúa 50 ára afmæli golfklúbbs Húsavíkur þegar lætin hófust. 

„Það var ægilega dökkur himinn í austri og allt í einu heyrðum við þvílíkar þrumur og sáum eina og eina eldingu. Svo horfum við á haglélið koma niður og sum högl voru einn eða einn og hálfur sentímetri í þvermál, ég hef ekki upplifað annað eins,“ segir Hjálmar Bogi. 

Að neðan má sjá myndband frá Katlavelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert