Kannabismold á víðavangi

Kannabisplöntur og mold liggur á víðavangi í landi Miðdals.
Kannabisplöntur og mold liggur á víðavangi í landi Miðdals. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Ég hélt að þetta væri eftir einhvern garðyrkjumann en fannst skrýtið lagið á pottunum sem þetta var ræktað í,“ segir Arnar H. Gestsson, annar eigandi jarðarinnar Miðdals 1 við Nesjavallaleið, en umhverfissóðar hafa verið þar á ferð og skilið eftir allskonar rusl, meðal annars sundurskotna plastpoka með garðúrgangi, gaskúta og gamalt baðherbergi sem hefur verið hent nánast í heilu lagi.

Blaðamaður greindi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá þessum garðúrgangi og taldi hún afar líklegt að um mold úr kannabisræktun væri að ræða.

„Það koma bara einhverjir þarna sem tíma ekki að borga eitt til tvö þúsund krónur í Sorpu. Það hefur líka einhver verið að standsetja baðherbergi og farið með ruslið á mína lóð. Ég þurfti að biðja lögregluna fyrir mánuði að fjarlægja gaskúta sem skildir voru eftir á landinu,“ segir Arnar. Hann telur sundurskotna plastpokana og skothylki vera eftir skotveiðimenn, sem hafi farið í óleyfi inn á landið til að æfa sig. „Ég er langþreyttur á ágangi og umgengni fólks á landinu og er þegar byrjaður undirbúning að því að landið verði girt auk þess að kaupa hlið til þess að loka óboðna gesti úti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert