Sjálfstæðismenn vilja hverfaskipta borgarstjórn

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fyrirkomulag borgarstjórnarkosninga verði endurskoðað með það að markmiði að binda kjör borgarfulltrúa við ákveðin hverfi. Tillaga um að borgarstjórn beiti sér fyrir því verður lögð fyrir borgarstjórn á fundi hennar á morgun.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er flutningsmaður tillögunnar. Hann segir slíkt fyrirkomulag þekkjast víða erlendis, til að mynda í Winnipeg í Kanada. Þá yrði borginni skipt upp í kjörhverfi og hvert hverfi hefði einn borgarfulltrúa.

Smáflokkar eiga jafnan erfiðara með að fóta sig í einmenningskjördæmum enda fær stærsti flokkur kjördæmisins eina sæti þess. Kjartan hefur þó ekki áhyggjur af því að þetta hafi í för með sér einokun eins eða tveggja flokka. Þess í stað gæti kosningabaráttan orðið persónulegri og menn boðið fram í sínu hverfi án þess að vera endilega í forsvari fyrir stjórnmálaflokk. Hann segir ýmsa hafa kallað eftir auknu persónukjöri í pólitík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert