Eldur kviknaði í bát í Ólafsvíkurhöfn

Frá aðgerðunum í gærkvöldi.
Frá aðgerðunum í gærkvöldi. mbl.is/Alfons

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var slökkvilið Snæfellsbæjar kallað út eftir að hafnarverðir veittu því eftirtekt að mikinn reyk lagði frá stýrishúsi í 17 tonna stálbát, Neista HU, sem lá í Ólafsvíkurhöfn.

Að sögn Svans Tómassonar slökkviliðsstjóra var eldur í kabyssu bátsins og var hann fljótt slökktur og litlar sem engar skemmdir urðu nema smávægilegar reykskemmdir.

Þeir voru innan við mínútu að fara niður að höfn þar sem slökkviliðsmenn voru allir í búningum. Svanur sagði að þeir hefðu verið að koma af fræðslukynningu á Vesturlandi og verið að taka til eftir þessa ferð þegar útkallið kom.

mbl.is/Alfons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert