Úrskurðuð í farbann vegna gruns um barnsrán

Hæstiréttur Íslands úrskurðaði konuna í farbann til 29. desember.
Hæstiréttur Íslands úrskurðaði konuna í farbann til 29. desember. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hæstiréttur staðfesti í gær fjögurra vikna farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu sem grunuð er um barnsrán. Konan, sem er erlend að uppruna, fór með barn sitt og íslensks föður barnsins, sem hún hafði slitið samvistum við, til heimalands síns og dvelur það þar enn.

Konan hefur deilt forræði yfir barninu með föður barnsins frá því að þau slitu samvistum 2012 og er lögheimili barnsins hjá honum. Í mars á þessu ári fóru konan og núverandi sambýlismaður hennar hins vegar með barnið til heimalands konunnar, án vitundar eða samþykki föður barnsins. Konan sneri snéri síðan sjálf aftur til Íslands skömmu síðar til að vinna og er nú skráð til heimilis hér, en barnið er enn erlendis.

Faðir barnsins hefur ítrekað reynt að fá konuna til að koma aftur með barnið til Íslands, en hún hefur neitað því og hefur jafnframt, að því er fram kemur í úrskurðinum, hindrað föðurinn í að hafa samskipti við barnið. Á konan að hafa sagt að hún muni ekki koma með barnið, sem dvelji nú hjá fjölskyldu sinni, aftur til Íslands.

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í síðasta mánuði að föðurnum yrði falin forsjá barnsins til bráðabirgða og fór lögregla svo fram á farbann yfir konunni eftir að fram kom við yfirheyrslur að hún ætlaði aftur út nú í desember desember og hygðist ekki snúa heim með barnið nema íslenskir dómstólar úrskurði á ný um breytta tilhögun forsjár.

Telur lögregla að konan reyni með þessu að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.

Þá er sambýlismaður konunnar sem enn er erlendis, grunaður af lögreglu hér á landi um aðild að öðrum málum auk auk þess að vera grunaður um að eiga þátt í að flytja barnið úr landi. Ætlar lögreglan að fara fram á framsal hans til Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert