Lést af slysförum í Svíþjóð

Vignir Jónasson keppti í hestaíþróttum fyrir Ísland og síðar Svíþjóð …
Vignir Jónasson keppti í hestaíþróttum fyrir Ísland og síðar Svíþjóð og vann til fjölda verðlauna. Ljósmynd/Eiðsfaxi

Vignir Jónasson hestamaður og fv. landsliðsmaður í hestaíþróttum, lést af slysförum í Svíþjóð í gær, 52 ára að aldri. Varð hann undir dráttarvél og var úrskurður látinn er komið var á sjúkrahús, samkvæmt frásögnum sænskra fjölmiðla.

Frá andlátinu er einnig greint á vef Eiðsfaxa. Vignir fæddist í Stykkishólmi 31. maí 1971 og ólst þar upp. Vignir hafði verið búsettur í Svíþjóð í um 20 ár og keppti á hestamótum hér á landi og erlendis, auk þess að vera hrossaræktandi.

Áður en Vignir fluttist til Svíþjóðar keppti hann fyrir Íslands hönd og varð heimsmeistari í fimmgangi árið 2001 á Klakki frá Búlandi. Hann keppti einnig nokkrum sinnum á HM íslenska hestsins fyrir Svíþjóð og vann þar til fjölda verðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert