Þrálátar verðbólguvæntingar haldi uppi vöxtum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eyþór

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að þrálátar verðbólguvæntingar atvinnulífsins vera meginástæðu þess að Seðlabanki Íslands hafi ekki séð sér fært að lækka stýrivexti.

Telur hún að bankinn muni ekki sjá sér fært að lækka vexti fyrr en mælingar sýni enn frekari lækkun á verðbólgu og minni verðbólguvæntingar.

„Við erum að sjá teikn á lofti um að samkeppnishæfni þjóðarbúsins sé að versna vegna hárra stýrivaxta. Þetta eru háir stýrivextir í langan tíma og þeir eru farnir að koma inn í verðlag þegar lítil og meðalstór fyrirtæki eru að glíma við þreföldun á vaxtakostnaði og þetta er áhyggjuefni,“ segir Lilja. 

Peningastefnunefnd taki meira tillit 

Hún segist þó ekki gagnrýna ákvörðunina en óttast versnandi samkeppnisstöðu fyrirtækja að óbreyttu.

„Stýrivextir hafa lækkað hratt í samanburðarríkjunum. Á móti erum við með mun meiri hagvöxt. Einkaneyslan hefur dregist hratt saman og ég fagna þessum langtímasamningum. Þeir gefa vísbendingar um að vinnumarkaðurinn sé ekki með kröfur sem eru þess eðlis að halda verðbólgunni gangandi. Síðustu kjarasamningar voru dýrir en þessir samningar eru innan verðbólgumarkmiða. Ég geri ráð fyrir því að peningastefnunefnd muni taka meira tillit til þeirra í næstu vaxtaákvörðun,“ segir hún enn fremur.

Verður ekki haldið út mikið lengur 

Hún segir ekkert launungarmál að heimili og fyrirtæki hafi ekki mikið lengra úthald hvað vaxtabyrði varðar.

„Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru náttúrlega í samkeppni við Noreg og Finnland og aðra. Þannig að þetta er rosaleg byrði á þeim þessir vextir,“ segir Lilja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert