Virkni eldgossins stöðug

Virkni í eldgosinu hefur verið nokkuð stöðug síðan á mánudaginn …
Virkni í eldgosinu hefur verið nokkuð stöðug síðan á mánudaginn 25.mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Virkni í eldgosinu hefur verið nokkuð stöðug síðustu daga og hraunflæðið á svæðinu er áfram svipað. Þetta segir Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.

„Það eru þessir þrír gígar sem eru virkir og þeir eru búnir að halda sér í sama gírnum,“ segir Sigríður.

Hraun rennur áfram í hrauná til suðurs frá gígunum, að mestu ofan á hraunbreiðunni sem myndaðist á fyrstu dögum gossins. Þá segir Sigríður helstu breytinguna vera að hraunið leiti aðeins til austurs í rólegheitum.

Góð loftgæði

Það hefur ekki mælst gasmengun í nótt á svæðinu. Sigríður bætir við að það sé einhver mengun en hún sé það lítil að loftgæði séu ennþá góð, bæði í Bláa lóninu og í Grindavík.

Búist er við því að mengunin berist til suðvesturs í dag.

Fólk á svæðinu þarf því ekki að hafa áhyggjur eins og er, en hún hvetur alla til að fylgjast vel með stöðunni.

Landris heldur áfram

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi en mun hægar en það hefur gert fyrir þau eldgos eða kvikuhlaup sem orðið hafa á síðustu mánuðum. 

Það bendir til þess að enn safnist upp kvika í söfnunarsvæðið undir Svartsengi þótt það sé eldgos í gangi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni.

Lítil sem engin skjálftavirkni hefur mælst á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert