Sturla með meira fylgi en Sturla

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sturla Jónsson, vörubílstjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann hefði ákveðið að ganga til liðs við stjórnmálaflokkinn Dögun og bjóða fram undir merkjum hennar fyrir þingkosningarnar í haust.

„Þá er það ákveðið, að ég býð mig fram til Alþingis fyrir fólkið í landinu undir merkjum Dögunar,“ sagði Sturla á Facebook-síðu sinni 21. ágúst og var greint frá ákvörðun hans í kjölfarið í fjölmiðlum. Ekki virðast allir hafa heyrt af þessari ákvörðun.

Þannig nýtur Sturla meira fylgis en Dögun, eða 2,1% á móti 1,1%, samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnun MMR á fylgi flokkanna sem gerð var 22. - 29. ágúst eða eftir að Sturla tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert