Enn nokkuð í markvörðinn knáa

Nick Pope fór sárþjáður af velli í leik gegn Manchester …
Nick Pope fór sárþjáður af velli í leik gegn Manchester United þann 6. desember síðastliðinn. AFP/Andy Buchanan

Nick Pope, markvörður Newcastle United, hefur verið frá keppni vegna meiðsla frá því í desember og verður enn um sinn.

Pope meiddist alvarlega á öxl og hefur verið sárt saknað þar sem Newcastle hefur fengið á sig 48 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa.

Til samanburðar fékk Newcastle aðeins á sig 33 mörk í 38 leikjum á síðasta tímabili.

„Apríl er markmiðið hans en ég held að það verði frekar í lok mánaðarins en byrjun hans. Hann er að taka góðum, stöðugum framförum.

Hann er kominn út á gras að æfa en er ekki farinn að skutla sér. Það verður stærsta prófraunin fyrir öxlina hans og það er næsta skref.

Svo þarf hann vitanlega að ná upp fyrri styrk og snerpu,“ sagði Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, á fréttamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert