Jessica Simpson segist vilja bjarga heiminum

Jessica Simpson í hlutverki sínu í myndinni The Dukes of …
Jessica Simpson í hlutverki sínu í myndinni The Dukes of Hazzard. Reuters

Bandaríska söng- og leikkonan Jessica Simpson segir í viðtali við tímaritið OK! að hún vilji bjarga heiminum. Hún vilji komast til hjálparstarfa, fara til þriðjaheimsríkja og ættleiða börn. Hún segist ennfremur hafa hitt Angelinu Jolie og fundur þeirra hafi veitt sér „ótrúlegan innri frið“.

Frá þessu greinir Ananova.

Aðspurð um hvort hún og maður hennar, Nick Lachey, ætli að eingast börn segir Jessica: „Ef ég yrði barnshafandi yrði ég yfir mig hamingjusöm, en við erum ekki að reyna það. Við æfum okkur þó mikið!“

Jessica segir þau hjónin langa til að sinna hjálparstarfi og heimsækja þriðjaheimsríki. „Ég er búin að plana það hvernig ég ætla að bjarga heiminum.“ Frá því hún var lítil hafi hún farið með foreldrum sínum í heimsóknir á munaðarleysingjahæli. „Það hefur kennt mér mikið um gildi vináttu og fjölskyldunnar.“

Hún segir Angelinu vera sér fyrirmynd. „Ég tók viðtal við hana fyrir stuttu. Ég þekkti hana ekkert, en bara að sitja hjá henni veitt mér ótrúlegan innri frið. Hún er stórkostleg. Ég starði bara. En það er innri fegurð hennar sem maður finnur fyrst og fremst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson