Vilja ekki tengdadóttur eins og mig

Vala Grand í essinu sínu.
Vala Grand í essinu sínu. Ernir Eyjólfsson

„Mér líður eins og ég sé ekki ennþá velkomin. Ég held að þetta fólk sé bara þannig að þau vilja ekki vera þekkt fyrir að eiga tengdadóttur eins og mig,“ segir Vala Grand um tengdaforeldra sína í viðtali í nýjasta tölublaði Monitor sem kom út í morgun.

Vala er í sambandi með blikksmiðnum Baldvin Vigfússyni og segir hún sambandið við tengdaforeldrana vera nokkuð stirt. „Mamma hans og pabbi halda að ég sé alltaf að hringja í fjölmiðla og láta þá vita af því hvað ég er að gera. Ég móðgaðist og er svolítið reið núna. Þegar Baldvin var svona mikið í fjölmiðlum á meðan ég var uppi á sjúkrahúsi, héldu þau að ég væri að biðja fjölmiðla um athygli. Það eina sem ég gerði var að skrifa Facebook-status,“ segir Vala.

Vala gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð á dögunum og er því orðin „lögleg kona“. Hún veltir því fyrir sér hvort það verði til þess að sambandið við tengdaforeldrana batni. „Þau bjóða mér alveg í matarboð og svona, en mér finnst það bara vera eitthvað gervi. Fjölskyldan hans er bara svolítið gamaldags og ég skil þau kannski alveg. En spurningin er, nú er ég orðin kona, hvað ætla þau að gera? Ætla þau að halda áfram að ýta mér í burtu?“ spyr Vala.

Sjá einnig: Íslenskir karlmenn eru graðir og forvitnir

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson