Nýr leiðtogi í Japan

Meðlimir japanska íhaldsflokksins kusu nýjan flokksformann, Taro Aso sem talinn er mjög líklegur til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Aso var kosinn með miklum meirihluta en hann þykir íhaldssamari en keppinautar hans sem einnig buðu sig fram.

Taro Aso hefur boðað aukin útgjöld og umsvif hins opinbera til að styrkja efnahagskerfið og samkvæmt fréttavef BBC boðar hann einnig ákveðnari utanríkisstefnu.

Undanfarnir tveir forsætisráðherrar í Japan sátu ekki lengur en eitt ár í því embætti.

Taro Aso.
Taro Aso. Reuters
Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert