Stjórnarandstaðan í Venesúela hvetur til fjöldamótmæla

Hugo Chavez fagnar úrslitunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í morgun.
Hugo Chavez fagnar úrslitunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í morgun. AP

Stjórnarandastaðan í Venesúela hvetur almenning til að fara út á götur og mótmæla úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin var í gær um það hvort Hugo Chavez, forsæti, ætti að halda embætti sínu. Kjörstjórn landsins tilkynnti í dag að 58% hefðu greitt Chavez atkvæði en stjórnarandstaðan viðurkennir ekki þau úrslit og segir að um víðtæk kosningasvik sé að ræða og í raun hafi um 60% kjósenda greitt atkvæði með því að Chavez yrði sviptur embætti.

Ótryggt stjórnmálaástand í Venesúela hefur m.a. annar haft áhrif á olíumarkaði auk ástandsins í Írak og erfiðleika olíufélaga í Rússlandi. Verð á heimsmarkaði lækkaði lítillega í morgun þegar fréttir bárust af úrslitum atkvæðagreiðslunnar þar sem þau þóttu draga úr líkum á að truflun yrði á olíuútflutningi frá landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert