Zapatero hafnar hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu í Baskalandi

Zapatero, forsætisráðherra Spánar.
Zapatero, forsætisráðherra Spánar. Reuters

Spænski forsætisráðherrann José Luis Rodríguez Zapatero, hafnaði því í dag alfarið að Juan José Kabaretts, forseti Baskalands gæti boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Baskalands innan Spánar. Sagði Zapatero blaðamönnum að loknum fundi með Ibarretxe að þjóðaratkvæðagreiðsla hverju nafni sem hún kallaðist gæti aðeins komið til að frumkvæði spænskra stjórnvalda og því væri útilokað að Ibarretxe gæti sjálfur boðað til slíkra kosninga.

Ibarretxe sagði á hinn bóginn fjölmiðlum á öðrum blaðamannafundi að að hugmyndir hans væru fullkomlega löglegar, en hann hyggst í október á næsta ári halda kosningar þar sem Baskar fá að kjósa um samskipti Baskalands og Spánar. Sagðist Ibarretxe vonast til þess að fundurinn með Zapatero hefði verið fyrsta skrefið í átt að Downing-strætis samkomulagi, og vísaði þar með til friðatsamkomulagsins á N-Írlandi, sem komist var að fyrir tilstilli breskra og írskra stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert