Mánudagur, 29. apríl 2024

Erlent | mbl | 29.4 | 23:59

Mögulega fyrsta skrefið að nýjum iðnaði í Noregi

Borpallar á norska olíuvinnslusvæðinu Johan Sverdrup í...

Norsk stjórnvöld tóku í dag eitt skref til viðbótar í átt að umdeildum námugreftri á hafsbotni, með því að bjóða áhugasömum að tilnefna svæði sem talin yrðu eftirsóknarverð í fyrstu umferð af útgáfu leyfa. Meira

Erlent | AFP | 29.4 | 23:32

Vísa mótmælanemendum úr skólanum

Mótmælendur veifa palestínskum fánum á skólalóðinni.

Columbia-háskóli í New York hefur byrjað að vísa nemendum sem mótmæla á lóð skólans úr námi. Meira

Erlent | mbl | 29.4 | 22:30

Vonir bundnar við frið á Gasa

Biden og Netanjahú ræddu friðarsamkomulag.

Bandaríkjamenn binda miklar vonir við að samið verði um vopnahlé á Gasasvæðinu en eins og fram hefur komið hafa Ísraelsmenn samþykkt að bjóða 40 daga vopnahlé fyrir tilstilli milligöngu Egypta og Katar. Meira

Erlent | mbl | 29.4 | 21:00

Mótmælaalda á háskólasvæðum í Bandaríkjunum

Fólk hefur verið handtekið víða í mótmælunum.

Lögregla hefur handtekið mótmælendur í nokkrum háskólum í Bandaríkjunum sökum þess að þeir hafa neitað að yfirgefa háskólasvæðið þar sem mikil mótmæli vegna stríðsins á Gasasvæðinu hafa verið. Meira

Erlent | mbl | 29.4 | 20:19

Depardieu bíða réttarhöld

Depardieu hefur verið sakaður um glæpsamlegt athæfi.

Franska leikarans Gerard Depardieu bíður réttarhöld í október vegna ásakana tveggja kvenna um að Depardieu hafa áreitt þær kynferðislega. Meira

Erlent | AFP | 29.4 | 15:50

Aflýsa flugferðum: Aukin hætta talin á flugslysum

Farþegaþota Finnair á Helsinki-flugvelli þann 23. apríl.

Finnska flugfélagið Finnair hefur aflýst öllum fyrirhuguðum flugferðum til og frá eistnesku borginni Tartu næsta mánuðinn, sökum GPS-truflana sem raktar eru til rússneskra yfirvalda. Meira

Erlent | mbl | 29.4 | 15:19

45 fórust eftir að stífla brast

Frá þorpinu Kamuchiri í Kenía.

Innanríkisráðuneyti Kenía segir að að minnsta kosti 45 manns hafi látist og tuga sé saknað eftir að stífla brast í kjölfar mikillar rigningar. Meira

Erlent | AFP | 29.4 | 14:43

Bjóða Hamas 40 daga vopnahlé

Maður heldur á barni þar sem hann flýr ásamt fleirum...

Hryðjuverkasamtökunum Hamas hefur verið boðið 40 daga vopnahlé og lausn mögulega þúsunda palestínskra fanga, gegn því að þau leysi úr haldi ísraelska gísla. Meira

Erlent | AFP | 29.4 | 11:32

Réttarhöld vegna valdaránstilraunar í Þýskalandi

Einn af níu þeirra sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í...

Fyrstu réttarhöldin í umfangsmiklum málaferlum gegn félögum meints hægri-öfgahóps, sem grunaðir eru um að hafa skipulagt umfangsmikil hryðjuverk með það að markmiði að steypa þýsku ríkisstjórninni af stóli, hófust í Stuttgart í dag. Meira

Erlent | mbl | 29.4 | 11:26

Yousaf sagði af sér

Humza Yousaf, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar,...

Forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, Humza Yousaf, hefur sagt af sér embætti. Tvær vantrauststillögur vofðu yfir ráðherranum og greip hann því til þessa ráðs. Meira

Erlent | AFP | 29.4 | 10:56

Yousaf segir líklega af sér

Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra skosku...

Talið er að Humza Yousaf, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, muni segja af sér á blaðamannafundi nú fyrir hádegi. Tvær vantrauststillögur gegn ráðherranum liggja nú fyrir skoska þinginu. Meira

Erlent | AFP | 29.4 | 10:14

Forsætisráðherrann ætlar ekki að segja af sér

Forsætisráðherrann kveðst ekki ætla að segja sig frá...

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, hyggst ekki segja sig frá embættinu vegna ásakana um spillingu á hendur eiginkonu hans. Meira

Erlent | AFP | 29.4 | 9:53

Dep­ar­dieu í haldi lögreglu

Leikarinn var á síðasta ári sviptur tveimur heiðursmerkjum.

Franski leik­ar­inn Ger­ard Dep­ar­dieu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot. Meira

Erlent | AFP | 29.4 | 8:08

Forsætisráðherrann tilkynnir ákvörðun sína í dag

Eiginkona forsætisráðherrans er sökuð um spillingu.

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, tilkynnir í dag hvort hann ætli að segja af sér vegna ásakana um spillingu á hendur eiginkonu hans, Begoña Gómez. Meira

Erlent | AFP | 29.4 | 7:41

Jákvæðir í garð tillagna Ísraelsmanna um vopnahlé

Yfir 30 þúsund íbúar Gasa hafa látið lífið frá 7. október.

Sendinefnd á vegum Hamas er væntanleg til Egyptalands í dag til að bregðast við nýjum tillögum Ísrealsmanna um vopnahlé á Gasa. Meira



dhandler