Auðkýfingar á ferð um land

Þyrla auðkýfinganna við Höfðaból í Eyjum þar sem þeir gistu …
Þyrla auðkýfinganna við Höfðaból í Eyjum þar sem þeir gistu í nótt. mbl.is/Sigurgeir

Þekktir rússneskir auðkýfingar eru í ævintýraferð hér á landi þessa dagana en hingað komu þeir á stærstu einkaþotu sem lent hefur á Reykjavíkurflugvelli. Í nótt gistu þeir á Höfðabóli í Vestmannaeyjum og eru þessa stundina út í Bjarnarey en halda síðar í dag upp á Vatnajökul þar sem slegið hefur verið upp tjaldborg og þeirra bíður veislumáltíð.

Að sögn Jóns Ólafs Magnússonar hjá Hálendingunum sem skipuleggur ferð fólksins hér á landi segir að það muni fara víða um land í um viku. Auk þyrlu verði farartæki þeirra í ferðinni snjósleðar, jeppar, fjórhjól og bátar sem farið verður á niður straumharðar ár. Loks muni fólkið stunda köfun hér.

„Það var hlegið að okkur hér í Eyjum þegar við sögðum frá því að við hefðum komið með kokk ofan úr landi til að elda lunda á Höfðabóli fyrir ferðalangana,“ sagði Jón Ólafur við Fréttavef Morgunblaðsins (mbl.is).

Einkaþota auðkýfinganna stendur nú úti á Reykjavíkurflugvelli. Hún er af gerðinni Grumman Gulfstream en hún er stærri en stærstu flugvélar sem notaðar eru í innanlandsflugi hér á landi.

Heimasíða Hálendinganna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert