Eimskip skilar 34 þúsund fermetra lóð

Friðrik Tryggvason

Eimskip hefur skilað 34 þúsund fermetra lóð við Sundahöfn sem fyrirtækið hafði áður fengið úthlutaða til þess að reisa vöruhús.

Að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eimskip, var tekin ákvörðun um að falla frá áformum um byggingu vöruhússins vegna „breyttra aðstæðna í atvinnulífinu í kjölfar bankahrunsins“. Eimskip hafði greitt lóðagjöld en fékk þau endurgreidd hjá borginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert