Samið um þriðja sæstrenginn

Brian Buus Pedersen, forstjóri Tele Greenland og Erlendur Steinn Guðnason, …
Brian Buus Pedersen, forstjóri Tele Greenland og Erlendur Steinn Guðnason, forstöðumaður Fastlínukerfa Símans. mbl.is

Síminn og Greenland Connect hafa gert samning sín á milli um sæstreng frá Íslandi til Kanada. Er þetta þriðji strengur fyrirtækisins frá Íslandi og mun hann auka öryggi og bæta þjónustu fyrirtækisins við viðskiptavini en bandbreidd til Ameríku fimmfaldast með tilkomu hans. Sæstrengurinn var lagður í mars og er umferð um hann lítil enn sem komið er.

Niðurhal frá Ameríku mun fara um strenginn og verður hraðara en áður þar sem gögn þaðan hafa hingað til þurft að koma gegnum Evrópu. Betri svartími verður í samskiptum vestur um haf og koma vefsvæði á borð við YouTube til með að skila sér í bestu mögulegu gæðum.

Nýi sæstrengurinn er nýrri og fullkomnari en þeir strengirsem fyrir eru. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir hann búinn öllum nýjustu tækniútfærslum og með honum opnist fyrirtækinu margir spennandi valkostir. Þá gerir hann ráð fyrir að stækka megi strenginn í framtíðinni.

Stöðugleiki netumferðar notenda strengsins verður að auki mun meiri þar sem tveir strengir munu bera hana. Rofni samband við annan strenginn rofnar tengingin ekki með öllu heldur má notast við hinn strenginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert