Saug sig fasta við hval

Sæsteinsugan er mjög frísk og 80 sentimetra löng.
Sæsteinsugan er mjög frísk og 80 sentimetra löng. mbl.is/Georg Skæringsson

Steinsuga sem hafði fest sig við hundraðasta hvalinn sem landað hefur verið í hvalstöðinni í Hvalfirði í sumar er nú komin á Náttúrugripa- og fiskasafn Vestmannaeyja. Steinsugan er um 80 sentimetra löng og mjög stór að sjá, að sögn Georgs Skæringssonar hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja.

„Hún kom í land með 100. hvalnum og þeir sendu hana í tunnu með Herjólfi á föstudaginn, sprellifandi og fína,“ sagði Georg. Hann sagði að safnið hafi áður verið með sæsteinsugur en sjaldan jafn stórar og þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert