Hörð mótmæli vegna klámþings

Mótmæli berast víða að vegna fyrirhugaðrar kaupstefnu fólks úr klámmyndaiðnaði hér á landi í næsta mánuði. Biskup Íslands og formaður Prestafélags Íslands sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast harma það að stór hópur klámframleiðenda hyggist koma til landsins í tengslum við vinnu sína og halda fund eða ráðstefnu. Klám gangi í berhögg við kristinn mannskilning og að því fylgi alltaf lítilsvirðing á manneskjunni en klámiðnaðinum geti einnig fylgt ýmis nauðung, mansal og misnotkun á börnum. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert