Sjá fyrir sér 25 þúsund manna byggð á Suðurlandi

Reiknað er með mikilli fjölgun íbúa á Selfossi og Hveragerði á næstu árum og áratugum. Fyrirliggjandi eru áform um margfalda stækkun byggðakjarnanna á aðalskipulagstímanum sem nær fram til 2017 í Hveragerði og 2025 í Árborg. Byggingarfulltrúar bæjanna sjá fyrir sér 25 þúsund manna byggð á Árborgarsvæðinu eftir 20 til 25 ár og að svæðið renni saman við höfuðborgarsvæðið sem eitt athafnasvæði. "Við sjáum fyrir okkur hraðan vöxt hér á Árborgarsvæðinu og viljum mæta þeim aðstæðum með því að taka þátt í þróuninni og leggjum mikið upp úr faglegri ráðgjöf til verktaka. Við viljum standa að þessari uppbyggingu með öruggum áætlunum með fólki og fyrirtækjum sem hyggja á framkvæmdir," sagði Nína Guðbjörg Pálsdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Selfossi, eftir fund síðasta vetrardag sem bankinn stóð fyrir með verktökum, embættismönnum framkvæmdasviða sveitarfélaga og sveitarstjórnarmönnum á svæðinu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert