Seldi allt og lagði á rautt

Breti nokkur seldi allar eigur sínar, þar á meðal fötin sín. Hann hélt síðan klæddur leigðum smókingfötum inn í spilavíti í Las Vegas ásamt fjölskyldu og vinum og lagði alla peningana á rautt - og vann.

Ashley Revell, sem er 32 ár gamall Lundúnabúi, seldi allar eigur sínar í mars og fór með afraksturinn, 135 þúsund pund, eða um 18 milljónir króna, á Plaza hótelið í Las Vegas. Eftir smá upphitun lagði hann alla peningana á rautt.

Rúllettuhjólinu var snúið og kúlan endaði á tölunni 7, sem er rauð við mikinn fögnuð stuðningsmannahópsins, þar á meðal foreldra Revells. En hann tók vinninginn, 270 þúsund pund og yfirgaf spilavítið.

„Þetta gerðist svo hratt og hjólið var farið að snúast áður en ég vissi af," sagði Revell við Reutersfréttastofuna. Hann bætti við að hann ætlaði ekki að freista gæfunnar aftur. Hann gaf rúllettustjóranum 80 þúsund króna þjórfé og segist nú ætla að halda upp á vinninginn og kaupa sér föt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson