Nayib Bukele, forseti El Salvador, sagði í dag að hann ætlaði ekki að senda til baka mann sem var vísað úr Bandaríkjunum vegna stjórnsýslumistaka. Kvaðst forsetinn ekki hafa heimild til þess að senda manninn til baka. Meira
Umdeildur viðauki við ungversku stjórnarskrána var samþykktur á þinginu þar í landi í dag sem bannar gleðigöngur í landinu. Meira
Stjórnendur bandaríska háskólans Harvard höfnuðu í dag víðtækum kröfum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett til að sporna gegn gyðingahatri á háskólasvæðinu. Meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hvetur palestínsku heimastjórnina til að taka yfir stjórn á Gasasvæðinu en hryðjuverkasamtökin Hamas hafa verið við stjórn þar frá árinu 2007. Meira
Lögreglunni í Agder-fylki í Noregi er það hulin ráðgáta hvaða ástæður bjuggu að baki voveiflegu drápi mæðgnanna Anne Grimstad og sautján ára gamallar dóttur hennar, Elinu Jeanette, en mæðgurnar fundust skotnar til bana á heimili sínu í Vigeland í Lindesnes þar í fylkinu að morgni mánudagsins 31. mars. Meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kennir forvera sínum Joe Biden um það hvers vegna stríð geisar nú í Úkraínu. Þetta gerir hann á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann segir Biden og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta bera ábyrgð á þeim stríðshörmungum sem eiga sér nú stað í Úkraínu. Meira
Rússnesk yfirvöld segja skotmarkið í eldflaugaárásinni á úkraínsku borgina Súmí í gær hafa verið fundur úkraínskra herforingja og saka Úkraínu um að nota óbreytta borgara sem „mannlegan skjöld“. Meira
Angela Rayner, húsnæðis- og sveitarstjórnarráðherra og aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefur kallað út herinn til hreinsa burt um 17 þúsund tonn af sorpi sem safnast hefur upp á götum Birmingham, eftir að sorphirðustarfsmenn fóru í verkfall fyrir mánuði síðan. Meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir eldflaugaárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gær hafa verið hræðilega en að minnsta kosti 34 féllu og yfir 100 manns særðust. Meira
dhandler