Juninho yfirgefur Lyon

Juninho í baráttu við Claude Makalele hjá PSG í vetur.
Juninho í baráttu við Claude Makalele hjá PSG í vetur. Reuters

Brasilíumaðurinn Juninho, sem leikið hefur með Frakklandsmeisturum Lyon síðastliðin átta ár, hefur yfirgefið félagið. Þessi 34 ára gamli miðjumaður, sem er þekktastur fyrir sín þrumuskot úr aukaspyrnum, bað um að verða leystur frá samningi sínum við félagið, sem átti að renna út á næsta ári.

 „Juninho mun yfirgefa okkur. Við ætlum að leyfa honum að segja upp samningi sínum þó svo hann eigi ennþá eitt ár eftir. Hann má fara hvert sem hann vill,“ sagði forseti Lyon, Jean-Michel Aulas í dag. Þegar röðin kom að Juninho að tjá sig, féll hann saman og var leiddur í burtu grátandi.

Juninho, sem gekk til liðs við Lyon árið 2001, spilaði sinn síðasta leik á laugardag fyrir félagið, er liðið vann Caen 3:1, en Juninho skoraði þá mark úr vítaspyrnu og var hylltur af áhorfendum að leik loknum.

 Reyndist þetta síðasta mark hans fyrir félagið, sem samtals urðu 100, þar af 44 úr aukaspyrnum, í 344 leikjum alls.

Forseti Lyon, Jean-Michel Aulas, staðfesti í dag á blaðamannafundi að Juninho hefði beðist lausnar, en þegar röðin kom að Juninho að tjá sig, féll hann saman og var leiddur í burtu grátandi.

Ekki er vitað hvað leikmaðurinn tekur sér fyrir hendur, en spekingar halda því fram að hann muni spila eitt ár í Evrópu áður en hann heldur heim til Brasilíu á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert