„Erum með lið sem getur farið alla leið“

mbl.is/hag

Kvennalið Hamars í Hveragerði hefur leikið í efstu deild frá því að liðið komst upp úr næstefstu deild vorið 2006. Liðið kom verulega á óvart á síðustu leiktíð og er markmiðið að gera enn betur og blanda sér í baráttuna um þá titla sem eru í boði. Hamar hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni.

„Markmiðið er að vinna Íslandsmeistaratitilinn og ég tel að við séum með lið sem getur farið alla leið. Það þarf allt að ganga upp til þess að við náum þessu markmiði,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hamars, þegar hann var inntur eftir markmiðum liðsins í vetur.

Sjá nánar umfjöllun um lið Hamars í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert