Blómaskreytingar sem lífga upp á tilveruna

Blómaskreytingar geta verið fjölbreyttar.
Blómaskreytingar geta verið fjölbreyttar. samsett

Nú þegar sumarið er loks komið og sólin hægt og rólega farin að láta sjá sig nota margir íslendingar tækifærið til að vinna í garðinum og kaupa sér fallega blómvendi til að lífga upp á heimilið.

Blómvendir eru oft mjög dýrir og erfitt getur verið að finna út hvernig blóm þú vilt hafa en hér eru blómasalar frá öllum heimshornum sem þú getur fylgt á Instagram til að veita þér innblástur og hvetja þig kannski til þess að búa til þinn eigin blómvönd næst. 

@amy_merrick

Amy er frá New York og Japan og blandar hún því mikið tveimur stílum saman en hún stundar garðrækt á Englandi.

@swallowsanddamsons

Anna Porter vinnur mikið með jarðbundna liti og rósir. Instagram-síða hennar er full af myndum af stórkostlegum blómvöndum.

Summer garden centrepieces off to Whitby this weekend

A post shared by Anna Potter (@swallowsanddamsons) on Jul 1, 2017 at 7:11am PDT


 @belljarbotanicals

Jasmine, eigandi Belljar Botanicals, vinnur mikið með brúðkaupsskreytingar. Búð hennar er staðsett í Kanada og notar hún blóm í fjölbreyttum og skærum litum. 

@thelittlebanana

Siri Thornsson býr á San Juan-eyju og leggur mikla áherslu á náttúruna þar sem hún notar umhverfið í kringum sig sem innblástur fyrir blómahönnun sína. 

@saipua

Sarah Ryhanen heillast mikið af sveitinni og notar hana í innblástur fyrir blómahönnun sína. Instagram-síða hennar er full af myndum af Íslenskum lömbum í bland við náttúrulega og fallega blómvendi. 

being spoiled by our farm flowers in the studio today//come get a few stems for yourself 12-7pm

A post shared by SAIPUA (@saipua) on May 14, 2017 at 8:30am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál