Jón og Hildur Vala keyptu 158 milljóna einbýli

Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir hafa fest kaup á …
Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir hafa fest kaup á einbýlishúsi við Skeljagranda í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarhjónin Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir hafa fest kaup á fallegu einbýlishúsi við Skeljagranda í Reykjavík. 

Um er að ræða 288 fm einbýli sem reist var 1983. Húsið hefur verið endurnýjað að hluta til. Búið er að skipta um innréttingar í eldhúsi svo dæmi sé tekið og setja hvítar sprautulakkaðar innréttingar og nýjar borðplötur. 

Húsið er á þremur hæðum pg er efsta hæðin rishæð. Á miðhæðinni er eldhús og stofa ásamt baðherbergi og þvottahúsi. Á efstu hæðinni er sjónvarpshol og svefnherbergi en í kjallara er aukaíbúð. 

Hér má sjá einbýlishús Hildar Völu og Jóns Ólafssonar. Það …
Hér má sjá einbýlishús Hildar Völu og Jóns Ólafssonar. Það var reist 1983.

Þegar húsið var auglýst til sölu voru settar 168.000.000 kr. á húsið en Jón og Hildur Vala fengu það á 158.000.000 kr. 

Hjónin bjuggu áður í Skerjafirðinum í fallegu einbýlishúsi við sjóinn en í húsinu var leynikjallari sem vakti forvitni. 

Smartland óskar hjónunum til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál