Ef ekki núna þá aldrei

Hilmar Árni Halldórsson og félagar í Leikni eru í góðum …
Hilmar Árni Halldórsson og félagar í Leikni eru í góðum málum á toppi 1. deildarinnar. mbl.is/Eva Björk

Það er Pepsi-lykt í Breiðholtinu. Eftir skrykkjótt gengi síðustu ár, og nú 11 árum eftir að hafa leikið í 3. deildinni, er karlalið Leiknis R. í knattspyrnu komið í dauðafæri til að komast upp í úrvalsdeild í fyrsta sinn. Ekki þarf að ræða hversu stórt skref það yrði fyrir þetta 41 árs gamla félag. Liðið mætir KV á heimavelli í kvöld þegar heil umferð, sú fjórtánda af 22, fer fram en fyrir hana er Leiknir á toppi 1. deildar með 6 stiga forskot á næstu lið.

Lítið má út af bregða en útlitið er sem sagt afar bjart hjá Leiknismönnum. Þeir hafa hins vegar varann á, brenndir af hremmingum sínum í toppbaráttunni haustið 2010 þegar Pétur Georg Markan, núverandi sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skoraði þrennu gegn þeim í sigri Fjölnis sem varð til þess að Þór fór upp í úrvalsdeild í stað Leiknis.

„Þá var liðið skipað þessum sama kjarna af strákum og núna, og í þetta sinn erum við eldri og þroskaðri,“ sagði miðjumaðurinn Vigfús Arnar Jósefsson, reynslumesti leikmaður Leiknis í dag og sá 3. leikjahæsti í sögu félagsins með 146 deildarleiki. Vigfús er því sannarlega hluti af þessum kjarna sem hann nefnir, stórum kjarna uppalinna Leiknismanna sem sjá nú tækifæri til að leiða félagið sitt í hæstu hæðir. Þeir leika auk þess undir handleiðslu Freys Alexanderssonar og Davíðs Snorra Jónassonar, sem báðir eru uppaldir Leiknismenn með blárautt blóð í sínum æðum.

Sjá ítarlega umfjöllun um Leiknisliðið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert