ÍA með mikilvægan sigur á Leikni

Skagamenn sóttu 3 stig í Breiðholtið í dag.
Skagamenn sóttu 3 stig í Breiðholtið í dag. mbl.is/Eva Björk

Skagamenn unnu í dag gríðarlega mikilvægan sigur á Leikni í toppslag 1. deildar karla í knattspyrnu þegar ÍA vann 1:0 í Breiðholtinu. Eina mark leiksins kom á 90. mínútu þegar Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir brot á Hirti Hjartarsyni.

Leiknir er þó eftir leikinn áfram í 1. sæti deildarinnar með 40 stig og stendur enn best að vígi að komast upp í Pepsi-deildina að ári. ÍA styrkti  hins vegar stöðu sína í 2. sæti og hefur nú 36 stig eftir 18 leiki, 7 stigum á undan HK sem er í 3. sæti, en Víkingur Ó. sem er í 4. sæti með 28 stig á leik til góða gegn Tindastóli sem stendur yfir núna.

Í botnbaráttu deildarinnar vann BÍ/Bolungarvík afar mikilvægan sigur á Selfossi, 2:1. Djúpmenn hafa nú 24 stig í 8. sæti en Selfoss hefur 22 stig í 10. sæti.

Úrslitin í 1. deild

Leiknir R. - ÍA, 0:1
Garðar Bergmann Gunnlaugsson 90. víti
HK - Þróttur R., 0:0
Grindavík - Haukar, 1:1
Juraj Grizelj 48. víti - Aron Jóhannsson 82. víti
BÍ/Bolungarvík - Selfoss, 2:1
Óskar Elías Zoega Óskarsson 44., Agnar Darri Sverrisson 70. - Geir Kristinsson 66. Rautt spjald: Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) 26.
KV - KA, 2:2
Kristófer Eggertsson 5., 45. - Atli Sveinn Þórarinsson 42., Hallgrímur Mar Steingrímsson 61. Rautt spjald: Karsten Smith (KA) 50.

Sjá meira í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert