Kvennalandsliðið niður í 20. sæti

Íslenska liðið fagnar marki.
Íslenska liðið fagnar marki. mbl.is/Ómar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fellur um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag og hefur ekki  verið jafn neðarlega um árabil.

Liðið sígur niður í 20. sætið en hefur verið í 15. til 17. sæti undanfarin ár. Ísland missir núna Suður-Kóreu, Sviss og Nýja-Sjáland uppfyrir sig en íslenska liðið tapaði einmitt tvisvar fyrir Sviss í undankeppni HM sem lauk í vikunni.

Innan Evrópu sígur liðið niður um eitt sæti og er í því ellefta.

Engin breyting er á röð sex efstu þjóðanna en England lyftir sér upp í sjöunda sætið. Bestu 25 landslið heims samkvæmt listanum eru eftirtalin:

1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. Japan
4. Frakkland
5. Svíþjóð
6. Brasilía
7. England
8. Kanada
9. Noregur
10. Ástralía
11. Norður-Kórea
12. Danmörk
13. Ítalía
14. Kína
15. Holland
16. Spánn
17. Suður-Kórea
18. Sviss
19. Nýja-Sjáland
20. ÍSLAND
21. Skotland
22. Rússland
23. Finnland
24. Úkraína
25. Mexíkó

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert