Óvissa hjá Jóhanni fyrir landsleikina

Jóhann Berg Guðmundsson í landsleik.
Jóhann Berg Guðmundsson í landsleik. mbl.is/Ómar

Enn ríkir óvissa um hve lengi Jóhann Berg Guðmundsson verður frá keppni vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir í leik með Charlton gegn Middlesbrough í ensku B-deildinni í knattspyrnu á laugardag. Jóhann gat ekki leikið gegn Norwich í gærkvöld og samkvæmt blaðinu London Evening Standard er einnig ljóst að hann missir af leik við Birmingham um næstu helgi.

Eftir þann leik tekur við landsleikjahlé og Jóhann er í kapphlaupi við tímann um að verða búinn að jafna sig fyrir leikinn við Lettland 10. október í undankeppni EM, og gegn Hollandi þremur dögum síðar. Samkvæmt Evening Standard þarf hann að vera frá keppni í tvær vikur, sem þýðir að líkurnar á að hann spili leikina eru litlar.

Jóhann missti einnig af fyrsta leiknum í undankeppni EM, gegn Tyrklandi snemma í september, en þá meiddist hann í nára á æfingu með landsliðinu í aðdraganda leiksins. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert