Þórarinn Ingi genginn í raðir FH-inga

Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson er genginn til liðs við FH en hann skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Hafnarfjarðarliðið.

Þórarinn Ingi er 24 ára gamall miðjumaður sem lék síðari hlutann með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar eftir að hafa verið í láni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sarpsborg.

Þórarinn Ingi er annar leikmaðurinn sem FH-ingar fá til liðs við sig eftir að Íslandsmótinu lauk en liðið fékk Finn Orra Margeirsson frá Breiðabliki.

FH-ingar hafa hins vegar þurft að sjá á eftir þeim Ingimundi Níels Óskarssyni, Ólafi Páli Snorrasyni, Hólmari Erni Rúnarssyni og Guðjóni Árna Antoníussyni og þá er ljóst að Bandaríkjamaðurinn Sean Reyolds verður ekki áfram í herbúðum FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert