Þórhallur Kári í Víking Ólafsvík

Þórhallur Kári Knútsson og Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeidlar Víkings …
Þórhallur Kári Knútsson og Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeidlar Víkings Ólafsvíkur, handsala lánssamninginn. Ljósmynd / vikingurol.is

Þórhallur Kári Knútsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið lánaður til Víkings Ólafsvíkur sem verða nýliðar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar, en lánssamningurinn gildir út yfirstandandi leiktíð. 

Þórhallur Kári sem er fæddur árið 1995 lék 12 leiki fyrir Stjörnuna í Pepsi-deildinni á síðustu leitkíð og skoraði í þeim leikum þrjú mörk. Þórhallur Kári var síðan í lok síðustu leiktíðar valinn efnilegasti leikmaður Stjörnunnar á lokahófi félagsins. Þórhallur Kári er sóknarsinnaður miðjumaður sem leikið getur í öllum sóknarstöðum vallarins.

Eftirtaldar breytingar hafa verið á leikmannahópi Víkings Ólafsvíkur frá lokum síðustu leiktíðar.

Komnir

Þór­hall­ur Kári Knúts­son frá Stjörn­unni (lán)
Pont­us Nor­d­en­berg frá Åtvi­da­berg (Svíþjóð)
Pape Mama­dou Faye frá BÍ/​Bol­ung­ar­vík
Eg­ill Jóns­son frá KR (var í láni frá KR 2015)

Þor­steinn Már Ragn­ars­son frá KR

Farnir

Ingólf­ur Sig­urðsson í Fram
Guðmund­ur Reyn­ir Gunn­ars­son í KR (úr láni)
Gunn­laug­ur Hlyn­ur Birg­is­son í Breiðablik (úr láni)
Kristó­fer Eggerts­son í KR (úr láni)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert