Hewson á förum frá FH

Sam Hewson horfir vandlega á boltann í sumar.
Sam Hewson horfir vandlega á boltann í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enski miðjumaðurinn Sam Hewson, sem leikið hefur með FH undanfarnar þrjár leiktíðir, hefur fengið grænt ljós frá Íslandsmeisturum til að yfirgefa félagið. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

„FH telur að það sé best fyrir mig að vera seldur þannig að ég geti farið að spila reglulega. Ég er sammála því, ég þarf á því að halda," sagði Hewson við Fótbolta.net í dag.

Áður en Sam Hewson gekk í raðir FH lék hann með Fram frá 2011 til 2013. 

Hewson, sem er 28 ára gamall, lék 14 leiki fyrir FH í deild og bikar síðasta sumar og útilokar ekki að halda áfram að spila hér á landi.

Sam Hewson.
Sam Hewson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert