Stórsigur ÍBV á Fjölni

Derby Carrillo grípur boltann í leik ÍBV og Fjölnis í …
Derby Carrillo grípur boltann í leik ÍBV og Fjölnis í vor. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir öruggan 5:0 sigur á Fjölni. Gestirnir sáu aldrei til sólar í leiknum eftir að Kaj Leó í Bartalsstovu kom Eyjamönnum yfir eftir sex mínútur.

Eyjamenn skoruðu tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik en Arnór Gauti Ragnarsson tvöfaldaði forystuna á 35. mínútu eftir að misheppnað skot Sindra Snæs Magnússonar féll fyrir lappirnar á honum. Mikkel Maigaard skoraði þriðja mark ÍBV með frábæru skoti undir lok fyrri hálfleiks.

Í seinni hálfleik bættu Eyjamenn tveimur mörkum við en Pablo Punyed gerði fjórða markið áður en Sigurður Grétar Benónýsson rak síðasta naglann í kistu gestanna.

Fjölnismenn hafa mikið til að hafa áhyggjur af en þeir spiluðu alveg ömurlega í leiknum. Heimamenn spiluðu þó frábærlega og loksins komu mörkin hjá liðinu en þeim gekk illa að skora gegn Skagamönnum í síðasta leik.

Bikardraumurinn lifir hjá Eyjamönnum en þeir fóru alla leið í úrslitaleik bikarsins í fyrra.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is og viðtöl koma inn síðar í kvöld.

ÍBV 5:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Sigurður G. Benónýsson (ÍBV) skorar 5:0. Mikkel gjörsamlega labbaði í gegnum vörn gestanna og var með Breka vinstra megin við sig en Sigurð Grétar hægra megin við sig. Hann þurfti að gera upp á milli vina sinna þarna og gaf Sigga markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert