Fyrirhafnarlítið hjá Fylki

Emil Ásmundsson með augun á boltanum í leik Fylkis og …
Emil Ásmundsson með augun á boltanum í leik Fylkis og Leiknis í kvöld. mbl.is/Golli

Árbæingar tylltu sér aftur á topp 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, með 2:0 sigri á Leikni frá Reykjavík í Árbænum í kvöld þegar fram fór lokaleikur 5. umferðar.  Leiknir er sem fyrr um miðja deild.

Fram eftir leiknum var lítið sem ekkert um að vera, bæði lið að vona að hitt liðið opnaði fyrir sig vörnina en af því varð ekki svo leikurinn fór að mestu fram á miðjunni.   Það var ekkert að gerast í sóknarleik Breiðhyltinga og Árbæingar áttu nokkrar sóknir.  Þar kom að ein gekk upp þegar Hákon Ingi Jónsson fékk boltann rétt innan vítateigs, lagði vel fyrir sig og skoraði með nákvæmu skoti út við stöng á 36. mínútu.

Fram eftir síðari hálfleik var sama upp á teningnum, miðjuspil og lítt um færi en Leiknismenn náðu þó sínu fyrsta skot á 53. mínútu, sem var þó auðveldlega varið.   Á 70. mínútu skoraði Orri Sveinn Stefánsson glæsilegt skallamark eftir horn og Leiknismenn því sem næst játuðu sig sigraða, hlupu að vísu en gerðu engar harðar atlögur að marki heimamanna.

Fylkir 2:0 Leiknir R. opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert