Lokuðu á nánast allt sem við reyndum

Garðar skallar boltann í leiknum í kvöld.
Garðar skallar boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Við mættum ekki nógu ákveðnir til leiks í fyrri hálfleik en eftir að við breyttum um kerfi þá gekk þetta betur. Leiknismenn voru þéttir fyrir, voru aftarlega á vellinum og lokuðu á nánast allt sem við reyndum," sagði Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA eftir 2:1 tap fyrir Leikni í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld. 

Hann segir sitt lið hafa verið að flýta sér of mikið að reyna að jafna leikinn í framlengingunni. 

„Við vorum óheppnir og klaufar á sama tíma, svona er bikarinn. Nú verður Leiknir bara að fara alla leið. Okkur lá full mikið á eftir að þeir komust yfir aftur. Við hefðum mátt taka okkur lengri tíma og skipuleggja sóknina okkar betur."

„Okkur hefur gengið nokkuð vel undanfarið og bara tapað einum leik af síðustu 7-8 og það er því mjög svekkjandi að hafa tapað þessum," sagði Garðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert